Parkour Hópar

Parkour A (10-12 ára)

Almennur hópur 10-12 ára

Í Parkour A er farið í allar helstu grunnæfingar í parkour og lengra komnir hafa einnig færi á að þróa færni sína enn meira. Nákvæmnis-lendingar, falltækni, handstökk (vaults) og veggjahlaup eru á meðal þeirra æfinga sem unnið er með í tímum. Lagt er upp úr því að krakkarnir skemmti sér, læri að æfa parkour á öruggann hátt og fái áskoranir við sitt hæfi til að eflast og vaxa á eigin forsendum.

Þessi hópur er ætlaður þeim sem eru fædd 2012-2014.

Æfingar eru tvisvar í viku, á Þriðjudögum og Fimmtudögum kl. 16:30-18:00
Æfingar hefjast 20. jan. og standa til 7. jún.

Þjálfari er Ingvar

Vorönn = 63.000 kr. (hægt er að nýta frístundastyrk)

Parkour B (13-15 ára)

Almennur hópur 13-15 ára

Í Parkour B er farið í allar helstu grunnæfingar í parkour og lengra komnir hafa einnig færi á að þróa færni sína enn meira. Nákvæmnis-lendingar, falltækni, handstökk (vaults) og veggjahlaup eru á meðal þeirra æfinga sem unnið er með í tímum. Lagt er upp úr því að krakkarnir skemmti sér, læri að æfa parkour á öruggann hátt og fái áskoranir við sitt hæfi til að eflast og vaxa á eigin forsendum.

Þessi hópur er ætlaður þeim sem eru fædd 2011-2009.

Æfingar eru tvisvar í viku, á Þriðjudögum og Fimmtudögum kl. 17:30-19:00
Æfingar hefjast 20. jan. og standa til 7. jún.

Þjálfari er Ingvar

Vorönn = 63.000 kr. (hægt er að nýta frístundastyrk)

Bumbu Parkour

Fullorðins hópur fyrir byrjendur og lengra komna

Alltaf langað til að prófa parkour? Mættu í Bumbu-Parkour og lærðu allar helstu grunnæfingar í parkour með skemmtilegum hópi. Engin krafa er gerð um að vera í “góðu formi“ eða að hafa neina þekkingu á parkour fyrirfram. Byrjendur jafnt sem lengra komnir velkomnir!

Æfingar eru á miðvikudögum kl.20:30-21:30

Þjálfari er Viktor Yngvi

Verð: 2.500 kr./per tími

Parkour Tæknihópur (12-15 ára)

Hópur fyrir lengra komna sem vilja taka parkour á næsta stig

Parkour Tæknihópurinn er ætlaður þeim sem hafa verið að stunda parkour í einhvern tíma og vilja taka parkour á næsta stig með erfiðari stökkum og betri tækni undir handleiðslu reyndra þjálfara. Æfingar eru skipulagðar út frá þörfum hvers og eins til að styðja sem best við markmið iðkenda. Til að veita sem besta þjálfun er fjöldi hópsinns takmarkaður við 8 iðkenndur og gildir “fyrstir koma fyrstir fá“.

Þessi hópur er tilvalinn fyrir þá sem æfa í fimleikasölum og vilja þjálfa tæknina sína í umhverfi sem er hannað fyrir parkour. Parkour Skúrinn býður upp á fjölbreytta möguleika fyrir sveiflur, cat-stökk og aðrar hreyfingar sem erfiðara er að framkvæma í fimleikasölum.

Þessi hópur er ætlaður þeim sem eru fædd 2012-2009.

Æfingar eru einu sinni í viku, á Mánudögum kl. 18:00 - 19:30
Æfingar hefjast 20. jan. og standa til 7. jún.

Þjálfari er Viktor Yngvi

Vorönn = 45.500 kr. (hægt er að nýta frístundastyrk)

Einkatímar

Við bjóðum upp á einkatíma fyrir fólk á öllum aldri sem vill sérsniðna nálgun á parkour iðkun