Þjálfararnir Okkar

Bjarki Rafn Andrésson

Bjarki hefur verið hluti af parkoursamfélaginu á Íslandi seinasta áratuginn. Hann hefur unnið sem þjálfari hjá fimleikadeildum Ármanns og Fylkis og hefur komið að skipulagi Parkour Djammsins 2019, 2021 og 2023. Bjarki er einnig meðlimur í parkour liðinu Flowon og er einn af stofnmeðlimum Parkourfélags Íslands. Bjarki hefur einnig starfað með Parkoursamtökum Nýja-Sjálands við skipulag viðburðarinns Jamzac og stundar nú nám í tómstunda-og félagsmálafærði hjá Háskóla Íslands.

Hörður Bent

Hörður Bent hefur stundað parkour síðan 2007. Hann hefur þjálfað áhaldafimleika í Fylki og parkour hópa í fimleikafélaginu Björk. 2019-2022 hafði Hörður yfirumsjón með parkourdeild fimleikafélags ÍA ásamt því að þjálfa hópfimleikahópa hjá félaginu. Hann er einnig stofnandi parkour hópsins Flowon og hefur verið í fjölmörgum parkour sýningum og auglýsingum í gegnum árin.

Ingvar Sigurbjörnsson

Ingvar Sigurbjörnsson hefur stundað parkour í 6 ár og hefur þjálfað hjá fimleikadeild Ármanns í 2 ár.

Viktor Yngvi Ísaksson

Viktor Yngvi hefur stundað parkour síðan 2014 og hefur þjálfað parkour hjá Ármanni í 6 ár. Hann er meðlimur í parkour liðinu Flowon og er einn efnilegasti parkour íþróttamaður landsins. Viktor stundar einnig nám í sálfræði í Háskóla Íslands og er tvöfaldur íslandsmeistari í “death-dive”.