Pantaðu salinn fyrir afmæli, skóla- eða vinnustaðahópa!
Til að panta sal:
Hægt er að panta salinn okkar fyrir hópa og einstaklinga. Innifalið í verðinu er stutt kynning á helstu öryggisreglum og nokkrar parkour áskoranir sem hægt er að reyna við til að koma sér í gírinn.
Ef meirihluti hópsins er að prófa parkour í fyrsta skipti mælum við með að fá þjálfara sem kynnir helstu grunnæfingar og gefur hópnum áskoranir við hæfi hvers og eins ásamt því að kenna hópnum nokkra skemmtilega parkour leiki.
Verð án þjálfara: 1 klst = 15.000 kr. og 5.000 kr. fyrir hverja klst. eftir það (2 klst. = 20.000 kr.)
Verð með þjálfara: 1 klst = 25.000 kr. og 10.000 kr. fyrir hverja klst. eftir það (2 klst. = 35.000 kr.)
Allar fyrirspurnir sendist á parkourskurinn@gmail.com
Ert þú í parkour liði?
Við viljum styrkja parkour lið á Íslandi. Öll parkour lið geta leigt salinn okkar á 5.000 kr. og fengið hann út af fyrir sig.
Sendið okkur tímasetningu og hlekk á instagram, youtube eða tik-tok prófíl liðsinns á parkourskurinn@gmail.com og takið salinn frá fyrir ykkar lið.