Parkour Skúrinn er fyrsti parkour salurinn á Íslandi. Hann var smíðaður af sjálfboðaliðum Parkour Íslands sem einnig sjá um rekstur salarins.
Lengi hafði það verið draumur margra parkour iðkenda að fá parkour sal á Íslandi þar sem hægt væri að æfa allan ársins hring. Sumarið 2020 fékk Parkour Ísland styrk frá Reykjavíkurborg í gegnum verkefnið “Sumarborgin okkar 2020” til að smíða fyrsta parkour völlinn á Íslandi. Völlurinn var settur upp í Laugardal og fékk að standa þar frá miðjum ágúst fram í október en þá var hann settur í geymslu yfir veturinn í von um að geta sett hann aftur upp næsta sumar.
Í janúar 2021 fengum við svo símtal frá Þorvaldi nokkrum Daníelssyni, einnig þekktur sem “Valdi í Hjólakrafti”. Hann sagðist vera með skemmu hjá gamalli sements verksmiðju sem honum langaði að breyta í blómstrandi tómstundasvæði og hvort við værum ekki til í að setja upp eitthvað töff þarna. Tilboðið sem hann bauð okkur var einum of gott til að hafna þar sem við gátum nýtt völlinn úr Laugardalnum og svo bætt við hann með stærri og flottari hlutum.
Í apríl hófumst við svo handa við smíðar og það tók okkur tæpa tvo mánuði að koma salnum í nothæft ástánd með plön um að bæta við hann á næstu mánuðum. Við erum afar spennt fyrir þeim hlutum sem eiga eftir að gerast hér inni og hlökkum til að sjá næstu parkour kynslóð alast upp með alvöru parkour aðstöðu.
Verkefnið hefði aldrei gengið ef ekki væri fyrir alla sjálfboðaliðana sem gáfu mikla vinnu og tíma til að gera þetta að veruleika. Við erum þeim ævinlega þakklát! <3